19. apr. 2013

Kosið á tveimur stöðum

Tveir kjörstaðir verða í Garðabæ í alþingiskosningunum 27. apríl, í FG og í Álftanesskóla
  • Séð yfir Garðabæ

Tveir kjörstaðir verða í Garðabæ í alþingiskosningunum 27. apríl, í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og í Álftanesskóla.

Í FG verður kosið í sjö kjördeildum og í tveimur í Álftanesskóla.

Kjörskrá liggur frammi í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7. Einnig er hægt að fletta upp í kjörskrá á vefnum www.kosning.is

Athygli er vakin á því að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og áttu síðast lögheimili hér á landi í Sveitarfélaginu Álftanesi eru á kjörskrá í I. kjördeild í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn, en leiðréttingar á kjörskrá má gera til kjördags. 
 
Kjörfundur hefst á báðum kjörstöðum kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00.

Upplýsingar um framboð í Suðvesturkjördæmi

Nánar um kjörskrá

Nánar um kjörfundinn