27. mar. 2013

Hreinsunarátak hefst 9. apríl

Hið árlega hreinsunarátak í Garðabæ hefst 9. apríl og stendur til 23. apríl.
  • Séð yfir Garðabæ

Hið árlega hreinsunarátak í Garðabæ hefst 9. apríl og stendur til 23. apríl.

Í hreinsunarátakinu eru nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar hvattir til að taka að sér hreinsunarverk í nærumhverfi sínu. Undanfarin ár hefur þáttaka í átakin verið afar góð og íbúar verið samstilltir í að gera bæinn enn snyrtilegri.

Þeir hópar sem skrá sig til þátttöku gefa fengið styrk, t.d. til að halda grillveislu, í lok góðrar tiltektar. Vinsamlegast hafið samband við umhverfisstjóra Garðabæjar vegna þátttöku, í síma 525 8500 eða í netfangið: erlabil@gardababer.is
 
Starfsmenn bæjarins hirða upp alla poka og annað eftir ruslatínslu bæjarbúa, hópa eða einstaklinga.