Samstarf leikskóla í nýju sveitarfélagi
Elstu börnin í leikskólunum Bæjarbóli og Holtakoti hittust sl. fimmtudag í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.
Elstu börnin í leikskólunum Bæjarbóli og Holtakoti hittust sl. fimmtudag í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Með því var markað upphaf samstarfs skólanna í sameinuðu sveitarfélagi.
Heilsuleikskólar
Leikskólarnir Bæjarból og Holtakot starfa báðir undir merkjum heilsuleikskóla en markmið þeirra er að auka gleði og vellíðan barna og starfsfólks með áherslu á hreyfingu, næringu og listsköpun í leik og starfi. Í heilsuleikskóla er heilsuefling höfð að leiðarljósi í einu og öllu.
Næstu skref í samstarfi leikskólanna er fjöruferð með vorinu á Álftanesið þar sem grillaðar verða pylsur og farið í leiki.
Íþróttastund á Sunnuhvoli
Elstu börnin á Sunnuhvoli voru á sama tíma í vikulegri heimsókn sinni í Ásgarð með kennurum.