8. mar. 2013

Innritun og kynningar í grunnskólum

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2007) og 8. bekk (f. 2000) fer fram dagana 5. -22. mars nk. á skrifstofum skólanna kl. 9.00-15.00 og rafrænt á Mínum Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2007) og 8. bekk (f. 2000) fer fram dagana 5. -22. mars nk. á skrifstofum skólanna kl. 9.00-15.00 og rafrænt á Mínum Garðabæ.  Foreldrum barna sem hefja nám í 1. bekk í haust er boðið á kynningu í öllum grunnskólum í bænum, þar sem starfið verður kynnt og boðið upp á leiðsögn um skólahúsnæðið. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér vel starfið í hverjum skóla og velja þann sem þeim líst best á fyrir sitt barn. Börnin eru velkomin með á kynningarnar.

Nauðsynlegt er líka að innrita þá nemendur sem fara í 8. bekk í haust en þeir geta valið á milli Álftanesskóla, Garðaskóla og Sjálandsskóla.

Allir grunnskólarnir bjóða foreldrum og forráðamönnum að koma í heimsóknir á öðrum tíma. Vinsamlegast hafi samband við skrifstofu skólanna sé óskað eftir því. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að skoða vefsíður skólanna. Þar eru ýmsar gagnlegar upplýsingar og margs konar fróðleikur um skólana og starf þeirra. 

Auglýsing um kynningar í grunnskólum.