14. feb. 2013

Skrautlegur öskudagur

Skrautlegar verur voru víða á ferðinni í Garðabæ í gær. Í skólum bæjarins voru nemendur og starfsfólk klætt í öskudagsbúninga og síðar um daginn fóru börnin um bæinn og sungu í fyrirtækjum.
  • Séð yfir Garðabæ

Skrautlegar verur voru víða á ferðinni í Garðabæ í gær. Í skólum bæjarins voru nemendur og starfsfólk klætt í öskudagsbúninga. Síðar um daginn fóru börnin um bæinn, sungu fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana og fengu góðgæti að launum.

Viðskiptavinir þjónustuvers Garðabæjar voru óvenju skrautlegir í gær og sungu meira en gerist á meðal degi. Þangað komu m.a. senjórítur frá Spáni, trúðar, læknar og stórslasaðir sjúklingar.

Í skólum bæjarins var líf og fjör á öskudaginn og bæði starfsfólk og nemendur mættu uppáklæddir í búninga af ólíku tagi.

Hægt er að skoða myndir frá deginum á vefjum skólanna.