15. feb. 2013

Skemmtileg Safnanótt

Föstudagskvöldið 8. febrúar sl. var haldin Safnanótt á höfuðborgarsvæðinu. Í Garðabæ var boðið upp á dagskrá í Hönnunarsafni Íslands, Króki á Garðaholti, Bókasafni Garðabæjar bæði á Garðatorgi og í útibúinu á Álftanesi þar sem var opið hús frá kl. 19 til miðnættis þetta kvöld.
  • Séð yfir Garðabæ

Föstudagskvöldið 8. febrúar sl. var haldin Safnanótt á höfuðborgarsvæðinu.  Í Garðabæ var boðið upp á dagskrá í Hönnunarsafni Íslands, Króki á Garðaholti, Bókasafni Garðabæjar bæði á Garðatorgi og í útibúinu á Álftanesi þar sem var opið hús frá kl. 19 til miðnættis þetta kvöld.  Jafnframt var opið hús á Bessastöðum þennan dag.  Fjölbreytt dagskrá var í boði og margir lögðu leið sína í söfnin þetta kvöld.  Í Hönnunarsafni Íslands opnaði ný sýning og boðið var upp á tónlist, leikspuna og fyrirlestra í Bókasafni Garðabæjar. Fjölmargir heimsóttu einnig bæinn Krók á Garðaholti á Safnanótt.  

Á fésbókarsíðu Garðabæjar má sjá myndir frá vel heppnaðri Safnanótt í Garðabæ.