Leikskólabörn heimsóttu bæjarstjóra
Í tilefni af Degi leikskólans miðvikudaginn 6. febrúar sl. komu elstu börn Heilsuleikskólans Holtakots í heimsókn í Ráðhús Garðabæjar þar sem þau hittu bæjarstjóra Garðabæjar. Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók vel á móti börnunum og bauð þeim til viðtals inni á skrifstofu bæjarstjóra.
Í tilefni af Degi leikskólans miðvikudaginn 6. febrúar sl. komu elstu börn Heilsuleikskólans Holtakots í heimsókn í Ráðhús Garðabæjar þar sem þau hittu bæjarstjóra Garðabæjar. Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók vel á móti börnunum og bauð þeim til viðtals inni á skrifstofu bæjarstjóra. Börnin vissu að það væri gott að koma vel undirbúin og voru búin að semja spurningar fyrir bæjarstjórann. Meðal spurninga voru hversu gamall bæjarstjórinn væri og hvort að hann réði öllu. Bæjarstjóri reyndi að svara spurningum barnanna eftir bestu getu. Leikskólabörnin afhentu bæjarstjóranum fallegt listaverk sem þau höfðu búið til í leikskólanum.