Tilnefndur til verðlauna
Vefur Garðabæjar, www.gardabaer.is er tilnefndur í flokknum „Aðgengilegasti vefurinn“, til íslensku vefverðlaunanna 2012.
Vefir sem eru tilefndir í flokknum „Aðgengilegasti vefurinn“ eru valdir af dómnefnd sem er skipuð fagfólki í vefmálum. Verðlaunin eru veitt af Samtökum vefiðnaðarins.
Vefverðlaunin verða afhent í Hörpi í lok UT-dagsins 8. febrúar nk. af forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni.
Um flokkinn „Aðgengilegasti vefurinn“ segir á síðu SVEF (samtaka vefiðnaðarins):
Aðgengilegasti vefurinn:
Sérstök dómnefnd velur þann vef sem þykir skara fram úr hvað aðgengi að þjónustu og upplýsingum varðar. Miðað er við að vefurinn sé vel uppbyggður fyrir fatlaða notendur svo sem eins og blinda notendur, sjónskerta, hreyfihamlaða o.fl. Jafnframt er mikilvægt að hönnun og viðmót sé skýrt og notendavænt fyrir alla notendur, fatlaða jafnt sem ófatlaða.
Tilnefningar í öllum flokkum sjást hér:
http://svef.is/frett/item4157/Vefir_í_úrslitum_til_Íslensku_vefverðlaunanna_2012/