28. apr. 2014

Fjör á sumardaginn fyrsta

Skátafélagið Vífill hafði umsjón með hátíðarhöldum á sumardaginn fyrsta, 24. apríl sl., og Garðbæingar fjölmenntu fyrir utan Hofsstaðaskóla þar sem skemmtidagskrá dagsins fór fram.
  • Séð yfir Garðabæ

Skátafélagið Vífill hafði umsjón með hátíðarhöldum á sumardaginn fyrsta, 24. apríl sl., og Garðbæingar fjölmenntu fyrir utan Hofsstaðaskóla þar sem skemmtidagskrá dagsins fór fram.  Dagurinn byrjaði með fánathöfn við Vídalínskirkju rétt fyrir kl. 13 og svo var að venju haldin skátaguðsþjónusta í kirkjunni þar á eftir. Um kl. 14 var lagt af stað í skrúðgöngu frá kirkjunni niður að hátíðarsvæðinu við Hofsstaðaskóla. Skátaforingjar úr Vífli voru með fánaborg og blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar sá um undirleik í göngunni.

Skemmtileg dagskrá utandyra

Við Hofsstaðaskóla var boðið upp á skemmtidagskrá við allra hæfi, þar sem Gunni og Felix skemmtu á útisviði.  Að venju voru einnig ýmis leiktæki á staðnum eins og hoppukastalar o.fl. Í samkomusal skólans gátu gestir snætt dýrindis kökur og styrkt um leið skátastarfið. Meðfylgjandi myndir eru teknar af Brynjari Hólm Bjarnasyni.