10. jan. 2013

Garðabær fær góð kjör á fjármálamarkaði

Garðabær hefur í samstarfi við Markaðsviðskipti Íslandsbanka gefið út skuldabréfaflokk til endurfjármögnunar á láni fyrir alls 1.187 milljónir kr.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær hefur í samstarfi við Markaðsviðskipti Íslandsbanka gefið út skuldabréfaflokk til endurfjármögnunar á láni fyrir alls 1.187 milljónir kr. vegna yfirtöku skulda Álftaness.

Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf til 10 ára og bera fasta 2,95% árlega vexti og verða skráð í NASDAQ OMX Iceland.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri segir að kjörin séu afar góð og endurspegli trausta fjárhagslega stöðu nýs sveitarfélags og um leið trú markaðarins á því.