4. jan. 2013

Leikskólabörn læra sund

Í vetur hafa börnin á Heilsuleikskólanum Holtakoti verið í sundkennslu einu sinni í viku í Álftaneslaug. Mikil ánægja er með árangurinn.
  • Séð yfir Garðabæ

Nú í vetur hafa tveir elstu árgangar leikskólans Holtakots á Álftanesi verið í sundkennslu einu sinni í viku í Álftaneslaug. Starfsfólk leikskólans er afar ánægt með árangurinn og ánægju barnanna. Flest þeirra eru komin vel á veg í því að halda sér á floti og mörg orðin nokkuð fær í skólabaksundinu.

Sundkennslan er hluti af heilsustefnu leikskólans og er tilgangurinn að kynna fyrir börnunum fleiri leiðir til að hreyfa sig og hafa ánægju af.

Sundkennslan hefst að nýju þann 7. janúar eftir gott jólafrí.