3. jan. 2013

Jólatré hirt í Garðabæ

Jólatré verða hírt í Garðabæ eins og verið hefur, helgina 5. og 6. janúar. Trén eru kurluð og er kurlið notað af garðyrkjudeild bæjarins.
  • Séð yfir Garðabæ

Jólatré verða hírt í Garðabæ eins og verið hefur. Trén eru kurluð og er kurlið notað af garðyrkjudeild bæjarins.

Hjálparsveit skáta í Garðabæ sér um að hirða trén samkvæmt samningi við Garðabæ. Hjálparsveitarmenn verða á ferðinni helgina 5. og 6. janúar og hirða upp tré sem lögð hafa verið út fyrir lóðamörk. Farið verður í öll hverfi bæjarins, þ.m.t. Álftanes. Ef ekki næst að klára allan bæinn um helgina verður Hjálparsveitin aftur á ferðinni eitthvert kvöld í vikunni 7.- 11. janúar.

 Fólki er bent á að ganga þannig frá trjám að þau geti ekki fokið og valdið tjóni.