13. des. 2012

Börnin skreyta strætó

Börnin á Kirkjubóli eru á meðal listamanna sem eiga jólamyndir sem prýða strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu núna í desember
  • Séð yfir Garðabæ

Strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í jólabúning en eins og undanfarin ár eru þeir skreyttir bæði að innan sem utan með jólateikningum frá leikskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal mynda sem þar gefur að líta eru myndir frá börnum á leikskólanum Kirkjubóli.

Dregið var úr hópi leikskóla sem sendu inn teikningar og fær einn leikskóli í hverju sveitarfélagi heimsókn í desember. Í Garðabæ voru það börnin á Kirkjubóli sem voru svo heppin að fá fá heimsókn. Strætisvagn kom akandi í leikskólann og kom í ljós að jólasveinn hafði fengið sér far með honum. Börnin fengu að fara hring um Garðabæinn með jólasveininum, syngja með honum jólasöngva og skreyta vagninn að innan.
 
Jólamyndirnar sem prýða strætisvagnana er líka hægt að skoða á vef Strætó.

http://www.straeto.is/jolamyndir

 

Börn á Kirkjubóli í strætóferð með jólasveini