Okkar bakarí í Sjálandið
Okkar bakarí mun opna nýtt bakarí í húsnæði hjúkrunarheimilisins við Strikið á Sjálandi um leið og hjúkrunarheimilið tekur til starfa, sem er áætlað að verði í mars 2013.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni húsaleigusamning við Okkar bakarí um leigu þess á hluta af húsnæði á jarðhæð Hjúkrunarheimilsins við Strikið á Sjálandi undir starfsemi bakarís.
Okkar bakarí mun opna nýtt bakarí í húsnæðinu um leið og hjúkrunarheimilið tekur til starfa, sem er áætlað að verði í mars 2013. Bæjarstjórn auglýsti fyrr á þessu ári eftir áhugasömum aðilum til að reka bakarí í húsinu og varð niðurstaðan sú að semja við Okkar bakarí.
Í bakaríinu verður einnig konditori þar sem hægt verður að setjast niður með kaffi og meðlæti. Á góðviðrisdögum er gert ráð fyrir að hægt verði að sitja úti í garðinum við þjónustumiðstöðina og njóta veitinga.