22. nóv. 2012

Saxófónkvartett TG í Þjóðmenningarhúsi

Fjórir nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar, sem saman mynda Saxófónkvartett Tónlistarskólans léku fyrir viðstadda þegar árleg viðurkenning Barnaheilla var afhent í vikunni.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjórir nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar sem saman mynda Saxófónvartett Tónlistarskólans léku fyrir viðstadda þegar árleg viðurkenning Barnaheilla, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda, var afhent í vikunni.

Viðurkenningin er afhent í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ár hvert en það er 20. nóvember. Í ár hlaut Jafningjafræðsla framhaldsskólanna viðurkenninguna, en hún er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk.

Afhending viðurkenningarinnar fór fram í Þjóðmenningarhúsinu. Á meðal viðstaddra var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Í ávarpi sínu nefndi hún sérstaklega hversu skemmtilegt hefði verið að hlusta á hljóðfæraleikarana sem mynda Saxófónkvartettinn og sagði að þeir væru "svo sannarlega glæsilegir fulltrúar sinnar kynslóðar.“

Saxófónkvartettinn mynda þau Ólafur Hákon Sigurðarson, Vilborg Lilja Bragadóttir, Brynjar Örn Grétarsson og Björgvin Brynjarsson. Sannarlega glæsilegir fulltrúar Tónlistarskólans í Garðabæ!

 Saxófónkvartett Tónlistarskóla Garðabæjar