20. nóv. 2012

Bættur aðbúnaður á biðstöðvum

Starfsmenn Garðabæjar hafa að undanförnu unnið að því að bæta aðbúnað farþega Strætó á biðstöðvum í bænum, skv. lista frá umbótahópi á sviði umferðar- og gatnamála, á vegum Strætó bs
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsmenn Garðabæjar hafa að undanförnu unnið að því að bæta aðbúnað farþega Strætó á biðstöðvum í bænum, skv. lista frá umbótahópi á sviði umferðar- og gatnamála, á vegum Strætó bs. 

Forsvarsmenn Strætó lýsa sérstakri ánægju með samstarfið við Garðabæ í málinu. Nú þegar hefur verið brugðist við 90% af þeim ábendingum sem komu frá umbótahópnum og enn er unnið að tveimur málum. Það stefnir því í 100% árangur

Umbótahópur Strætó fundar bæði innbyrðis og með framkvæmdasviðum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og reynir eftir kostum að hafa jákvæð áhrif á forgangsröðun og þróun valinna verkefna. Áhersla er lögð á umbætur á biðstöðvum, verkefni sem koma í veg fyrir slys og verkefni sem lágmarka tjónakostnað.

Í skýrslu frá Strætó sem er hægt að skoða hér, sést hvaða verkefnum hefur verið unnið að í Garðabæ og hver eru í vinnslu.