Fjölmenni á opnun sumarsýningar Grósku
Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugamanna um myndlist í Garðabæ, opnaði sína sjötta sumarsamsýningu á síðasta degi vetrar miðvikudaginn 23. apríl sl. Sýningin er haldin í Gróskusalnum á 2. hæð á Garðatorgi 1. Guðrún Hreinsdóttir formaður Grósku opnaði sýninguna sem ber heitið Leysingar. Fjölmargir lögðu leið sína í Gróskusalinn þegar sýningin var opnuð og ,,Einn tvöfaldur" (tvöfaldur kvartett ættaður úr Fóstbræðrum) söng fyrir gesti við góðar undirtektir. Við þetta tækifæri var opnuð ný sölusíða Gróskufélaga á netinu: http://www.artgalleryiceland.com/
Yfir 30 listamenn eiga verk á sýningunni sem er opin daglega frá kl. 12-18 til sunnudagsins 27. apríl nk. Gróska heldur úti fésbókarsíðu þar sem hægt er að sjá ýmsar upplýsingar um það sem er á döfinni hverju sinni hjá félaginu.