7. nóv. 2012

Gengið um Selgjá

Umhverfisnefnd bauð til fræðslugöngu um Selgjá í leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings sunnudaginn 21. október.
  • Séð yfir Garðabæ

Umhverfisnefnd bauð til fræðslugöngu um Selgjá í leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings sunnudaginn 21. október.

Góð þátttaka var í göngunni og voru göngumenn almennt ánægðir með hana og ekki síður fræðsluna.

Gengið var til suðurs yfir í hraunið frá bílaplaninu við Vífilsstaðahlíð að Þorsteinshelli (Sauðahellinum nyrðri) og þaðan í Selgjána sem er stórmerkilegur minjastaður. Í Selgjá eru friðlýstar fornleifar ellefu seljasamstæða sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar upp við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Þar var varla þverfótað fyrir margra alda gömlum tóftum sem skoðaðar voru í veðurblíðu.

Í lok göngunnar voru þátttakendur spurðir að því hvað þeir vildu skoða í næstu göngu. Ekki stóð á svari, það yrði Vífilsstaðasel.

Gengið um Selgjá í okt. 2012

Selgjá

Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur