7. nóv. 2012

Grafísk hönnun í Hönnunarsafninu

Þann 25. október sl. opnaði forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson yfirlitssýningu á verkum Gísla B. Björnssonar í Hönnunarsafni Íslands.
  • Séð yfir Garðabæ

Þann 25. október sl. opnaði forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson yfirlitssýningu á verkum Gísla B. Björnssonar í Hönnunarsafni Íslands. Gísli B. er einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld. Á sýningunni er farið yfir feril Gísla, verk frá námsárum hans sýnd, tímarit, bókakápur og umbrot og hönnun bóka. Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ.

Fjölbreytt fræðsludagskrá

Sýningin stendur til 3. mars á næsta ári og boðið er upp á fjölbreytta fræðsludagskrá, leiðsagnir, fyrirlestra, vinnusmiðjur og fleira í tengslum við sýninguna. Sjá upplýsingar um fræðsludagskrá safnsins hér. Safnið er opið alla daga nema mánudag frá kl. 12-17 og er staðsett að Garðatorgi 1. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is

null