Skátar úr Vífli fá forsetamerkið
Sjö rekkaskátar úr skátafélaginu Vífli í Garðabæ tóku á móti forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum laugardaginn 29. september.
Þurfa að ná markmiðum og standast próf
Rekkaskátar eru á aldrinum 16-18 ára. Til þess að fá forsetamerkið þurfa skátar að hafa náð að lágmarki 40 markmiðum og staðist eitt sérpróf á sviði stjórnunar, ferðamennsku eða fyrstu hjálpar eða annað sérpróf að eigin vali. Öll markmið og sérpróf þarf að skrá í þar til gerða ferilskráningarbók og skila til Bandalags íslenskra skáta.
Forsetamerkishafarnir hafa unnið ötullega að forsetamerkinu undanfarin tvö ár undir dyggri stjórn foringja sinna, Atla Bachmann og Ólafi Patrick Ólafssyni. Er þeim öllum óskað innilega til hamingju með áfangann.
Skátar til fjölmargra ára
Skátarnir úr Vífli sem hlutu forsetamerkið eru, frá vinstri á myndinni:
Gréta Björg Unnarsdóttir, Alexandra Rún van Erven, Salbjörg Sverrisdóttir, Haukur Steinn Helgason, Kristján Andri Gunnarsson, Pálmi Þormóðsson og Jóhann Malmquist Jokkna. Með þeim á myndinni er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Allir skátarnir hafa starfað með Vífili í fjöldamörg ár að Jóhanni undanskildum en hann kemur úr skátafélaginu Klakki á Akureyri. Jóhann hefur gengið til liðs við Vífil og starfar sem sveitarforingi í vetur.
Sjá einnig á vef Vífils og á facebook síðu Garðabæjar.