Fræðst um lífríki Vífilsstaðavatns
Árleg útikennsla við Vífilsstaðavatn fyrir 7. bekkinga grunnskóla bæjarins fór fram dagana 24. og 25. september.
Árleg útikennsla við Vífilsstaðavatn fyrir 7. bekkinga grunnskóla bæjarins fór fram dagana 24. og 25. september.
Bjarni Jónsson fiskifræðingur fræddi nemendur um lífríki vatnsins, eins og hann hefur gert frá upphafi verkefnisins en kennarar fræddu nemendur um gróður og fugla í friðlandinu. Stuðst er við kennslubókina Vífilsstaðavatn – gersemi Garðabæjar eftir Sólrúnu Harðardóttur sem umhverfisnefnd gaf út árið 2001.
Það voru nemendur Hofsstaðaskóla og Flataskóla sem tóku þátt að þessu sinni. Umhverfisfræðslan við Vífilsstaðavatn hefur verið vinsælt námsefni bæði hjá nemendum, kennurum og öðrum þeim sem koma að verkefninu.
Úikennsla sem er í boði umhverfisnefndar Garðabæjar.
Stutt myndbandsbrot frá kennsluni.