Garðabær komst áfram
Garðabær hafði betur í viðureign gegn Norðurþingi í spurningaþættinum Útsvari í sjónvarpinu sl. föstudagskvöld. Útsvar er að venju á sjónvarpsskjám landsmanna í vetur og Garðabær hefur staðið sig vel undanfarin ár. Í liði Garðabæjar á þessu keppnisári eru reynsluboltarnir Vilhjálmur Bjarnason og Elías Karl Guðmundsson og með þeim er nýliðinn Áslaug Högnadóttir.
Garðabær hafði betur í viðureign gegn Norðurþingi í spurningaþættinum Útsvari í sjónvarpinu sl. föstudagskvöld. Útsvar er að venju á sjónvarpsskjám landsmanna í vetur og Garðabær hefur staðið sig vel undanfarin ár. Í liði Garðabæjar á þessu keppnisári eru reynsluboltarnir Vilhjálmur Bjarnason og Elías Karl Guðmundsson og með þeim er nýliðinn Áslaug Högnadóttir.
Keppnin sl. föstudagskvöld var spennandi og jöfn framan af en þegar kom að flokkaspurningunum jók Garðabær forskot sitt og vann örugglega þetta kvöld með 91 stigi gegn 62. Á vef Rúv er hægt að sjá nánari lýsingu á viðureigninni og einnig horfa á þáttinn.