13. sep. 2012

Góðir gestir frá Shanghai

Sendinefnd frá borginni Shanghaí í Kína heimsótti bæjarskrifstofur Garðabæjar miðvikudaginn 12. september. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um með hvaða hætti Garðabær eflir samstarf við félög og félagasamtök sjálfboðaliða.
  • Séð yfir Garðabæ

Sendinefnd frá borginni Shanghaí í Kína heimsótti bæjarskrifstofur Garðabæjar miðvikudaginn 12. september.  Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um með hvaða hætti Garðabær eflir samstarf við félög og félagasamtök sjálfboðaliða.  Í sendinefndinni voru embættismenn sem vinna hjá borginni Shanghaí á sérstakri skrifstofu sem heldur utanum  sjálfboðastarf hjá ýmsum félögum og stofnunum.

 

Heimsókn í ráðhús Garðabæjar

Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum og sýndi þeim bæjarskrifstofurnar og hélt erindi þar sem farið var yfir ýmis mál er varðar samstarf við félög og samtök í Garðabæ og mikilvægi þess.  Fulltrúarnir frá Shanghaí voru mjög áhugasamir um hvernig þessum málum er háttað í Garðabæ en einnig um hvernig félög og samtök starfa í samvinnu við ríkisstofnanir og sveitarfélög á landsvísu.  Sendinefndin sagðist geta tekið sér margt til fyrirmyndar í starfi Íslendinga og voru ánægðir með heimsóknina í Garðabæinn.