13. sep. 2012

Sögukennsla í minjagarðinum

Hópur nemenda úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ heimsótti minjagarðinn á Hofsstöðum miðvikudaginn 12. september. Heimsóknin var hluti af sögukennslu þeirra þar sem þau fengu stutta fræðslu um minjagarðinn og áttu svo að skoða garðinn, svara spurningum og leysa ýmis verkefni.
  • Séð yfir Garðabæ

Hópur nemenda úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ heimsótti minjagarðinn á Hofsstöðum miðvikudaginn 12. september.  Heimsóknin var hluti af sögukennslu þeirra þar sem þau fengu stutta fræðslu um minjagarðinn og áttu svo að skoða garðinn, svara spurningum og leysa ýmis verkefni.  Meðal verkefna sem bíða þeirra nú er að teikna afstöðumynd af skálanum sem er í minjagarðinum og til að auðvelda þeim verkið fengu þau leyfi til að taka mynd af skálanum á súper-snjöllu símunum sínum.

Minjar af landnámsskála

Í minjagarðinum á Hofsstöðum eru minjar af næst stærsta landnámsskála sem fundist hefur á Íslandi. Garðurinn er staðsettur við hlið Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Í garðinum eru nokkur fræðsluskilti og einnig er þar til sýnis skemmtileg og áhugaverð margmiðlunarsýning á snertiskjám. Garðurinn er opinn allan sólarhringinn og aðgangur er ókeypis. Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um minjagarðinn.

 null
Nemendur FG í sögutíma utandyra í minjagarðinum á Hofsstöðum.

null