15. apr. 2014

Bílakjallarinn tekinn í notkun 2. maí

Í lok þessa mánaðar lýkur stórum áfanga við nýtt Garðatorg, en þá verður nýi bílakjallarinn tekinn í notkun með pompti og pragt.
  • Séð yfir Garðabæ

Í lok þessa mánaðar lýkur stórum áfanga við nýtt Garðatorg, en þá verður nýi bílakjallarinn tekinn í notkun með pompti og pragt. Við opnunina fjölgar bílastæðum um 135 á Garðatorgi. Opnunarhátíð verður þann 2. maí nk. og gefst þá gestum torgsins kostur á að kynna sér mannvirkið.

Einnig er nú unnið við uppsteypu á kjallara nýbyggingarinnar að Garðatorgi 4 og jarðvinnu við nýbygginguna að Garðatorgi 2.

 

Frá þessu og fleiru er sagt í nýju fréttabréfi um stöðu framkvæmda í miðbænum.