5. sep. 2012

Göngum í skólann

Verkefnið "Göngum í skólann" hófst í morgun en það er nú haldið í sjötta sinn hér á landi. Verkefninu lýkur formlega með alþjóðlega "Göngum í skólann" deginum miðvikudaginn 3. október.
  • Séð yfir Garðabæ

Verkefnið "Göngum í skólann" hófst í morgun en það er nú haldið í sjötta sinn hér á landi. Verkefninu lýkur formlega með alþjóðlega "Göngum í skólann" deginum miðvikudaginn 3. október.

Sem fyrr er lögð áhersla á að börn gangi eða hjóli til og frá skóla. Markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar. Vefur verkefnisins er á slóðinni: www.gongumiskolann.is  

Að klæða sig eftir veðri

Í Flataskóla, sem nú er heilsuskóli, gripu starfsmenn og nemendur tækifærið í morgun til að ná sér í smá auka hreyfingu. Í morgunsamverunni ræddi Ólöf Sigurðardóttir skólastjóri við nemendur um hvernig sé rétt að klæða sig samkvæmt veðri eins og var í morgun þ.e.a.s. rigningu og roki. Hún sýndi þeim stígvél, pollabuxur, úlpu og húfu og bað þá um að huga vel að klæðnaði þegar þau koma í gangandi/hjólandi í skólann.

Strax eftir samveruna, fóru starfsfólk og nemendur í klukkustundar göngu um Sjálandshverfið í Garðabæ.

Fleiri myndir eru á vef Flataskóla, www.flataskoli.is