23. ágú. 2012

Sumarlestur í tíunda sinn

Mjög góð þátttaka var í sumarlestri Bókasafns Garðabæjar en 189 börn voru skráð til leiks í upphafi sumars. Þetta er í tíunda sinn sem bókasafnið stendur fyrir þessu lestrarhvetjandi verkefni og hefur þátttaka aukist ár frá ári. Um miðjan ágúst voru skilaðar inn lestrardagbækur og samtals lásu börnin nú 109.800 blaðsíður.
  • Séð yfir Garðabæ

Mjög góð þátttaka var í sumarlestri Bókasafns Garðabæjar en 189 börn voru skráð til leiks í upphafi sumars.  Þetta er í tíunda sinn sem bókasafnið stendur fyrir þessu lestrarhvetjandi verkefni og hefur þátttaka aukist ár frá ári.  Um miðjan ágúst voru skilaðar inn lestrardagbækur og samtals lásu börnin nú 109.800 blaðsíður.

Skemmtileg uppskeruhátíð

Mánudaginn 20. ágúst sl. bauð bókasafnið öllum þeim sem tóku þátt í sumarlestrinum að koma á skemmtilega uppskeruhátíð.  Allir ungir lesendur fengu afhent viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna og margir einnig glaðninga úr happdrættispotti. Þau sem lásu mest í hverjum aldurshópi voru heiðraðir sérstaklega og einnig lestrarhestar ársins. Börnin skemmtu sér vil að horfa á Lalla töframann sýna glæsileg töfrabrögð og að lokum gæddu allir sér á  grilluðum pylsum og súkkulaðitertu.  Bókasafnið þakkar börnunum fyrir lestrardugnaðinn og bendir þeim á, sem komust ekki á lokahátiðina, að þau geta nálgast viðurkenningarskjölin sín í afgreiðslu bókasafnsins á Garðatorgi.


Lalli töframaður vakti mikla lukku.

                              
Lestrarhestar ársins:
1. sæti:   Jóhanna María Bjarnadóttir, 2001 – 16515 bls
2. sæti:   Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, 2002 – 7753 bls
3. sæti:   Hugrún Greta Arnarsdóttir, 2001 – 7742 bls


Frá vinstri: Hugrún Greta, Hrafnhildur Ming og Jóhanna María.

Efstir í hverjum árgangi:
2006 – 6 ára:   
Hjördís Emma Arnarsdóttir – 258 bls,
Pálmi Freyr Davíðsson – 150 bls, 
Elísabet Millý Elíasardóttir – 70 bls

2005 – 7 ára:  
Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir – 2202 bls
Margrét Anna Friðbjarnardóttir – 2084 bls
Anney Fjóla Þorgeirsdóttir – 2001 bls

2004 – 8 ára:   
Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir – 4841 bls
Ásdís Arnarsdóttir – 2928 bls
Kristjana Bríet Birgisdóttir – 2580 bls
Össur Anton Örvarsson – 1925 bls
Jakob Lars Kristmannsson – 1438 bls

2003 – 9 ára:   
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir – 3784 bls
Iðunn Lilja Friðriksdóttir – 2188 bls
Ylja Karen Þórðardóttir – 1200 bls 

2002 – 10 ára: 
Anna Vigdís Magnúsdóttir – 2216 bls
Svandís Rafnsdóttir  - 2202 bls
Ágústa Líndal – 2088 bls

2001 – 11 ára: 
Magnús Gunnar Gunnlaugsson – 4920 bls

2000 – 12 ára: 
Gerður Ævarsdóttir – 3465 bls