24. ágú. 2012

Kynning á Viskuveitunni

Á kynningardegi hjá Námsgagnastofnun fimmtudaginn 16. ágúst kynntu Ingibjörg Baldursdóttir og Kolbrún Hjaltadóttir frá Flataskóla verkefni sín fyrir 1. – 6. bekk í Viskuveitunni.
  • Séð yfir Garðabæ
Á kynningardegi hjá Námsgagnastofnun fimmtudaginn 16. ágúst kynntu Ingibjörg Baldursdóttir og Kolbrún Hjaltadóttir frá Flataskóla verkefni sín fyrir 1. – 6. bekk í Viskuveitunni.

Viskuveitan er vefur á vegum Námsgagnastofnunar með verkefnum þar sem samþætting námsgreina er í fyrirrúmi. Verkefnin hafa verið unnin á skólasafni Flataskóla í samvinnu við kennara og kennsluráðgjafa undanfarin ár. Nú eru þessi verkefni öllum aðgengileg á Netinu og verða vonandi öðrum hvatning til að vinna á svipaðan máta og þarna er lýst. Verkefnin falla einkar vel að markmiðum nýju aðalnámskrárinnar þar sem kveðið er á um að unnið sé á þverfaglegan hátt og að samvinna sé aukin í skólum.

Viskuveitan er á slóðinni: http://vefir.nams.is/viskuveitan/index.html