10. apr. 2014

Góðir gestir frá Reykjanesbæ

Fræðslustjóri Reykjanesbæjar, leikskólafulltrúi og leikskólastjórar heimsóttu Garðabæ í vikunni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum en tilgangur ferðarinnar var að kynna sér hvernig staðið er að endurskoðun skólastefnu Garðabæjar og hvernig þátttöku foreldra, kennara og annars starfsfólks og nemenda er háttað.
  • Séð yfir Garðabæ

Fræðslustjóri Reykjanesbæjar, leikskólafulltrúi og leikskólastjórar heimsóttu Garðabæ í vikunni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum en tilgangur ferðarinnar var að kynna sér hvernig staðið er að endurskoðun skólastefnu Garðabæjar og hvernig þátttöku foreldra, kennara og annars starfsfólks og nemenda er háttað.

Anna Magnea Hreinsdóttir leikskólafulltrúi Garðabæjar gerði grein fyrir því hvernig unnið er með málörvun, orðaforðakennslu og læsi í leikskólum bæjarins. Marta Sigurðardóttir leikskólastjóri Kirkjubóls kynnti einnig starf með stærðfræðihugtök og stærðfræðikubba í leikskólunum. Brúum bilið, samstarfsverkefni leikskóla og grunnskóla í Garðabæ vakti einnig athygli gestanna.

Að lokum fundi á bæjarskrifstofum hélt hópurinn í heimsókn á leikskólann Akra og lýstu þeir hrifningu sinni á leikskólanum.