24. ágú. 2012

Lóð Hæðarbóls endurbætt

Endurnýjun á hluta lóðar leikskólans Hæðarbóls lauk nú í vikunni með smíði á stórum palli við húsið og nýjum sandkassa.
  • Séð yfir Garðabæ

Endurnýjun á hluta lóðar leikskólans Hæðarbóls lauk nú í vikunni með smíði á stórum palli við húsið og nýjum sandkassa.

Af þessu tilefni var haldin vöffluveisla fyrir verktakana sem unnu verkið og börnin sem njóta góðs af, á leikskólanum. Börnin fögnuðu með því að syngja sumarlög á pallinum og stíga dans.

Hönnun svæðisins var í höndum Elízabetar Guðnýjar Tómasdóttur hjá Landslagi ehf í samvinnu við leikskólastjóra Hæðarbóls. Um framkvæmd sáu Sumargarðar ehf undir stjórn Alfreðs Gunnarssonar.

 

Nýi pallurinn kemur vel út.

Ingibjörg Gunnarsdóttir leikskólastjóri ræðir við börn sem eru að prófa nýja sandkassann.

Verkið klárað.