Veggur við Ásgarð fær nýtt líf
Tvær hæfileikaríar stúlkur sem hafa starfað með skapandi sumarhópi í sumar hafa undanfarnar vikur unnið við að mála vegg við bílastæðið við Ásgarð með myndum úr norrænni goðafræði.
Stúlkurnar heita Sunna Sigurveig Thorarensen og Birta Dögg Skaftadóttir. Þær áttu sjálfar hugmyndina að myndefninu og þá fannst þeim norræna goðafræðin vel við hæfi enda er Ásgarður heimili ásanna samkvæmt henni. Sunna stundar nám á listabraut í FG og Birta Dögg er í MR.
Veggurinn hefur þegar vakið verðskuldaða athygli vegfarenda um Ásgarð enda er myndskreytingin mikil upplyfting fyrir áður hvítan vegginn.
Stærri myndir eru á http://www.facebook.com/Gardabaer.Iceland
Sunna Sigurveig er til vinstri á myndinni og Birta Dögg til hægri.
Birta Dögg er einbeitt við vinnuna.
Veggurinn hefur vakið mikla athygli.