13. júl. 2012

Fjölbreytt skapandi starf

Skapandi sumarhópar í Garðabæ hafa undanfarið unnið að fjölbreyttum menningartengdum verkefnum eins og tónlist, kvikmyndun, blaðamennsku, myndlist, hönnun o.fl. Í dag föstudaginn 13. júlí stendur hóparnir að ,,götumarkaði" á Garðatorgi frá kl. 16-19
  • Séð yfir Garðabæ

Skapandi sumarhópar í Garðabæ hafa undanfarið unnið að fjölbreyttum menningartengdum verkefnum eins og tónlist, kvikmyndun, blaðamennsku, myndlist, hönnun o.fl. Í dag föstudaginn 13. júlí stendur hóparnir að ,,götumarkaði" á Garðatorgi frá kl. 16-19. Á götumarkaðnum verða sölubásar, boðið verður upp á tónlistaratriði, graffarar spreyja á staðnum, andlitsmálning fyrir yngstu börnin og boðið verður upp á pylsur.

 

Hóparnir eru hluti af sumarstarfi ungmenna í Garðabæ og í sumar eru um 28 ungmenni sem starfa með hópnum og þau hafa nýtt sumarið vel til að sinna sköpun og listum. Ungmennin skiptast í uþb 10 minni hópa sem hafa m.a. unnið að veggskreytingu í Ásgarði, tónlistarupptöku á plötu í stúdíói í Garðalundi, málverkum og graffiti og tímariti um Garðabæ. Þau tóku einnig virkan þátt í Jónsmessugleði Grósku og hafa komið fram við ýmis tækifæri í sumar. Skapandi sumarhópur heldur úti skemmtilegri fésbókarsíðu þar sem ungmennin hafa skrásett margt af því sem þau starfa að í sumar og birt þar skemmtileg myndbönd úr starfinu.


Hljómsveitin Ídúrogmoll sem er hluti af Skapandi sumarhóp spilaði við opnun sýningar í Hönnunarsafni Íslands í júní.