11. júl. 2012

Sumarlestur bókasafnsins

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar er í fullum gangi þessa dagana. Við skráningu fá börnin afhenta lestrardagbók til að skrá í bækur og blaðsíðufjölda sem þau lesa yfir sumarið. Lestrardagbókinni á að skila til bókasafnsins eigi síðar enn 15. ágúst
  • Séð yfir Garðabæ

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar er í fullum gangi þessa dagana. Við skráningu fá börnin afhenta lestrardagbók til að skrá í bækur og blaðsíðufjölda sem þau lesa yfir sumarið. Lestrardagbókinni á að skila til bókasafnsins eigi síðar enn 15. ágúst. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu safnsins og safnið heldur einnig úti skemmtilegri fésbókarsíðu með ýmsum fróðleik. Margir gera sér dagamun og heimsækja safnið yfir sumartímann og þar á meðal voru hressir krakkar á leikjanámskeiði Stjörnunnar sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.

 

Uppskeruhátíð í lok sumars

Uppskeruhátið verður haldin 20. ágúst á safninu og verður hún sérstaklega glæsileg með skemmtiatriðum og grillveislu í tilefni  þess að í ár eru 10 ár síðan sumarlestur bókasafnsins hóf göngu sína.