27. jún. 2012

Ábendingar um snyrtilegar lóðir

Umhverfisnefnd hyggst veita viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang lóða íbúðarhúsnæðis, fyrirtækja og einnig fyrir opin svæði 2012. Einnig er valin snyrtilegasta gatan í bænum og sett upp viðurkenningarskilti við götuna af því tilefni. Óskar nefndin eftir ábendingum bæjarbúa þar að lútandi
  • Séð yfir Garðabæ

Umhverfisnefnd hyggst veita viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang lóða íbúðarhúsnæðis, fyrirtækja og einnig fyrir opin svæði 2012. Einnig er valin snyrtilegasta gatan í bænum og sett upp viðurkenningarskilti við götuna af því tilefni. Óskar nefndin eftir ábendingum bæjarbúa þar að lútandi, og þurfa þær að berast fyrir 12. júlí til Þjónustuvers Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða í síma 525 8500, erlabil@gardabaer.is

 

 

Í fyrrasumar fengu eigendur einbýlishúsalóðanna við Dalsbyggð 9, Fífumýri 5, Stekkjarflöt 7 og Sunnuflöt 43 viðurkenningu fyrir snyrtilegar lóðir.  Einnig fengu eigendur fjölbýlishúsalóða við Strikið 2-12 viðurkenningu fyrir sérlega vel hirta lóð. Sjá nánar í frétt frá því í fyrra sumar.