27. jún. 2012

Ytra mat á Hofsstaðaskóla

Hofsstaðaskóli tók skólaárið 2011-2012 þátt í verkefni um ytra mat á grunnskólastarfi. Matið var hluti af tilraunaverkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Matið fór fram í skólanum 1.-15. mars, en áður hafði farið fram gagnaöflun og undirbúningur.
  • Séð yfir Garðabæ

Hofsstaðaskóli tók skólaárið 2011-2012 þátt í verkefni um ytra mat á grunnskólastarfi. Matið var hluti af tilraunaverkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Matið fór fram í skólanum 1.-15. mars, en áður hafði farið fram gagnaöflun og undirbúningur.

 

Teknir voru fyrir fjórir matsþættir, þarf af voru þrír fyrirfram ákveðnir en sá fjórði ákveðinn af skóladeild Garðabæjar og Hofsstaðaskóla. Þættirnir sem lagt var mat á voru stjórnun, nám og kennsla, innra mat og sérfræðiþjónusta. Í matinu kom fram að styrkleikar skólans felast í góðu skipulagi og umgjörð skólastarfs.  Skólabragur einkennist af jákvæðni, virðingu og trausti milli allra aðila. Sterk hefð er fyrir listgreinum og nýsköpun er til fyrirmyndar. Sérfræðiþjónusta er með ágætum.

 

Í frétt á  heimasíðu Hofsstaðaskóla er gerð nánari grein fyrir útkomu úr matinu og þar má einnig  nálgast matsskýrsluna.