22. jún. 2012

Fjölmenni á Jónsmessugleði

Fjölmenni mætti á hina árlegu Jónsmessugleði Grósku í Garðabæ sem að þessu sinni var haldin fimmtuadaginn 21. júní sl. á göngustígnum Sagnaslóð við ströndina í Sjálandshverfinu. Fjölmargir myndlistarmenn úr Grósku sýndu verk sín á göngustígnum sem búin voru til sérstaklega fyrir þetta kvöld. Þema ársins var ,,Nótt". Aðrir listamenn úr bænum og nágrenni tóku einnig þátt í gleðinni og meðal annars var boðið upp á kórsöng, tónlistaratriði, ljóðalestur, sýningu á aikido-varnarlist og ýmislegt fleira.
  • Séð yfir Garðabæ

 

Fjölmenni mætti á hina árlegu Jónsmessugleði Grósku í Garðabæ sem að þessu sinni var haldin fimmtuadaginn 21. júní sl. á göngustígnum Sagnaslóð við ströndina í Sjálandshverfinu.

Fjölmargir myndlistarmenn úr Grósku sýndu verk sín á göngustígnum sem búin voru til sérstaklega fyrir þetta kvöld.  Þema ársins var ,,Nótt".  Aðrir listamenn úr bænum og nágrenni tóku einnig þátt í gleðinni og meðal annars var boðið upp á kórsöng, tónlistaratriði, ljóðalestur, sýningu á aikido-varnarlist og ýmislegt fleira.  Skapandi hópur ungmenna sem er að störfum í sumar tók einnig þátt í dagskránni og stóð sig einstakleg vel.  Að venju sköpuðu skátar úr Vífli góða stemningu með litlum varðeldum þar sem gestir gátu yljað sér á leið sinni um göngustíginn.  Einnig voru fjölmargir aðrir sem komu að gleðinni, s.s. bæjarstarfsmenn, leikskólinn Sjáland, Hjálparsveit skáta o.fl. Garðbæingar og gestir annars staðar frá fengu sér margir hverjir göngutúr um svæðið og nutu þess að hitta listamenn á staðnum, nágranna og vini.

 

Jónsmessugleðin var nú haldin í fjórða sinn á vegum Grósku, samtaka myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi, með aðstoð Garðabæjar og fleiri góðra aðila. Einkunnarorð hátíðarinnar frá upphafi er ,,Gleðjum, gefum og njótum".

Á fésbókarsíðu Skapandi sumarhóps Garðabæjar er hægt að sjá fjölmargar myndir frá Jónsmessugleðinni.