18. jún. 2012

Skemmtileg dagskrá

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. var fjölbreytt dagskrá í boði í Garðabæ frá morgni til kvölds. Um morguninn gátu ungir sem aldnir m.a. prófað að fara á kanó og kajak og veitt sér til skemmtunar í Vífilsstaðavatni. Einnig var hægt að prófa gólf, fara í dótasund og taka þátt í rathlaupi.
  • Séð yfir Garðabæ

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. var fjölbreytt dagskrá í boði í Garðabæ frá morgni til kvölds.  Um morguninn gátu ungir sem aldnir m.a. prófað að fara á kanó og kajak og veitt sér til skemmtunar í Vífilsstaðavatni. Einnig var hægt að prófa gólf, fara í dótasund og taka þátt í rathlaupi.

 

Að venju var hátíðarmessa í Vídalínskirkju þar sem einn af nýstúdentum vorsins úr FG flutti hugleiðingu og kór Vídalínskirkju söng.   Frá kirkjunni var haldið í skrúðgöngu að hátíðarsvæðinu við Ásgarð þar sem boðið var upp á tónlist, ræður, töfrasýningu, dans, fimleikasýningu o.fl. Auk þess gat yngsta kynslóðin skemmt sér í ýmsum leiktækjum. Skátafélagið Vífill hafði umsjón með hátíðarhöldunum í Garðabæ.


Garðbæingar skemmtu sér vel á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

 

Um kvöldið voru hátíðartónleikar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli þar sem hljómsveitin Salon Islandus og Diddú fluttu m.a. vínartónlist og aðra hugljúfa tónlist. Leynigestur kvöldsins var Gréta Salóme sem lék eitt lag á fiðlu með hljómsveitinni. Fjölmenni mætti í safnaðarheimilið til að njóta góðrar kvöldstundar.


Diddú og Salon Islandus á hátíðartónleikum í Kirkjuhvoli.


Gréta Salóme var leynigestur kvöldsins á hátíðartónleikunum.