13. jún. 2012

Myndrænt frammistöðumat fyrir skóla

Fyrirtækin Mentor og DataMarket skrifuðu undir samstarfssaming í síðustu viku um þróun á einingu semt tengist myndrænu frammistöðumati fyrir skóla og er hluti af InfoMentor kerfinu í fimm löndum. Garðabær, Akureyrarbær og Menntamálaráðuneytið eru samstarfsaðilar að verkefninu á Íslandi og það er einnig styrkt af Tækniþróunarsjóði.
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrirtækin Mentor og DataMarket skrifuðu undir samstarfssaming í síðustu viku um þróun á einingu semt tengist myndrænu frammistöðumati fyrir skóla og er hluti af InfoMentor kerfinu í fimm löndum.  Garðabær, Akureyrarbær og Menntamálaráðuneytið eru samstarfsaðilar að verkefninu á Íslandi og það er einnig styrkt af Tækniþróunarsjóði.

 

Með þessari nýju einingu verður skólastjórnendum gert mögulegt að fylgjast betur með frammistöðu í sínum skólum með það að markmiði að vinna að umbótum í skólastarfi.
Kennarar fá í hendur nýja einingu sem er hluti af InfoMentor kerfinu til að vinna markvisst að auknum árangri nemenda. Einnig er um að ræða miklar breytingar á aðgengi og framsetningu upplýsinga fyrir nemendur og foreldra til að fylgjast með frammistöðu og framvindu í skóla. Fulltrúi Garðabæjar í samstarfsverkefninu er Elísabet Benónýsdóttir kennsluráðgjafi í Hofsstaðaskóla. Garðabær mun prófa eininguna í sínum skólum og verða álitsgjafar á vinnu Mentors og Datamarket.