1. jún. 2012

Fræðsluskilti við Vífilsstaðavatn

Upplýsinga- og fræðsluskilti í friðlandi Vífilsstaðavatns sem skemmdist í vetur þegar bíl var ekið út í vatnið, hefur verið endurnýjað
  • Séð yfir Garðabæ

Upplýsinga- og fræðsluskilti í friðlandi Vífilsstaðavatns sem skemmdist í vetur þegar bíl var ekið út í vatnið, hefur verið endurnýjað.

Skiltið er nú staðsett lengra frá bílaplaninu svo minni hætta er á að ekið verði á það aftur. Á nýja staðnum nýtur skiltið sín einnig betur þar sem gróðurinn er ekki eins þéttur þar og birgir ekki sýn út á Vífilsstaðavatn og hæðirnar umhverfis.

Hönnuður skiltsins er Árni Tryggvason. Umhverfisnefnd hefur umsjón með friðlandinu og sá um endurgerð skiltisins.