11. maí 2012

Góð þátttaka í hreinsunarátaki

Fimleikadeild Stjörnunnar, Hofsstaðaskóli og þrír 7. bekkir í Flataskóla fengu viðurkenningar fyrir gott framtak í hreinsunarátakinu á lokahátíð átaksins á Garðatorgi í gær.
  • Séð yfir Garðabæ

Fimleikadeild Stjörnunnar, Hofsstaðaskóli og þrír 7. bekkir í Flataskóla fengu viðurkenningar fyrir gott framtak í hreinsunarátakinu á lokahátíð átaksins á Garðatorgi í gær. Mjög góð þátttaka var í átakinu í ár og er öllum sem lögðu sitt af mörkum þakkað fyrir framlag sitt til snyrtilegri Garðabæjar.

Alls tóku 23 hópar þátt í hreinsunarátakinu í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Hóparnir tóku að sér að hreinsa svæði í nærumhverfi sínu og fengu styrk frá bænum að launum sem ýmist er notaður sem fjáröflun eða til að fagna góðu verki með grillveislu.

Vegna góðrar þátttöku var ákveðið að veita fimm viðurkenningar í ár. Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Júlía Ingvarsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu viðurkenningarnar á lokahátíð hreinsunarátaksins sem haldin var á Garðatorgi í gær. Umhverfisnefnd bauð gestum hátíðarinnar og öðrum sem leið áttu um torgið upp á kaffi, ávaxtasafa og kleinur og Reynir Jónasson gladdi gesti með harmonikkutónlist.


Sjá myndir frá lokahátíðinni á facebook.


Viðurkenningarnar hlutu:

Fimleikadeild Stjörnunnar

Fimleikadeildin hefur verið mjög öflug í verkefninu frá því að hún tók fyrst þátt árið 2010. Í ár sýndi fimleikafólkið enn meiri metnað og tók að sér tvö svæði til hreinsunar, annars vegar opna svæðið austan og sunnan Ásahverfis að Hafnarfjarðarvegi og Álftanesvegi og hins vegar umhverfi Álftanesvegar. Taldist þeim til að fylltir hefðu verið 48 ruslapokar við ruslatínsluna sem starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Garðabæjar hirtu upp.


Myndir frá hreinsunarátaka fimleikadeildarinnar eru á facebook síðu Garðabæjar.

Þrír 7. bekkir í Flataskóla

Nemendur og foreldrar í 7. bekk í Flataskóla tóku þátt með glæsibrag en þeir ætla að nýta styrkinn upp í Svíþjóðarferð í maí. Bekkirnir skiptu á milli sín stórum hluta Búrfellshrauns, þ.e. Garðahrauni, Vífilsstaðahrauni og Svínahrauni. Mikið verk var að hreinsa upp allar hrúgurnar eftir hreinsunina á þessu víðfema svæði.

Hofsstaðaskóli

Nemendur Hofsstaðaskóla hafa tekið þátt í hreinsunarátakinu frá upphafi sem var árið 2007, með því að tína upp rusl í nærumhverfi skólans. Þau hafa annast Arnarneslækinn sérstaklega og sýnt í verki að þeir vilji hafa hann hreinan. Þess má geta að Hofsstaðaskóli og FG gerðu á sl. ári samning við umhverfisnefnd um að taka lækinn í fóstur.

Fleiri myndir frá lokahátíðinni eru á facebook

Frá lokahátíð hreinsunarátaks 2012

Júlía Ingvarsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhendir fulltrúum 7. bekkja í Flataskóla viðurkenningarskjöl

Hreinsunarátak 2012 - myndir frá 7. bekkjum Flataskóla

7. bekkingar í Flataskóla stóðu sig afburða vel við hreinsun nærumhverfis í ár,