11. maí 2012

Meistari meistaranna!

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna hlutu í vikunni titilinn Meistari meistaranna þegar þær fóru með sigur af hólmi í leik gegn bikarmeisturum Vals í úrslitaleiknum í meistarakeppni KSÍ.
  • Séð yfir Garðabæ

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna hlutu í vikunni titilinn Meistari meistaranna þegar þær fóru með sigur af hólmi í leik gegn bikarmeisturum Vals í úrslitaleiknum í meistarakeppni KSÍ. Það gerði sigurinn enn sætari að leikurinn var um leið vigsluleikur á endurnýjuðum keppnisvelli Stjörnunnar við Ásgarð en völlurinn hefur verið lagður knattspyrnugrasi af fullkomnustu gerð sem völ er á.

 

Nýja grasið var keypt, eftir útboð, af fyrirtækinu Metatron. Grasið er af gerðinni Field Turf sem er knattspyrnugras af bestu gerð á markaðnum í dag. Framkvæmdir við lagningu grassins stóðu yfir í mars og apríl og gengu að öllu leyti i samræmi við áætlun. Völlurinn var tilbúinn til notkunar 1. maí eins og að var stefnt. 

 

Stjarnan fagnaði endurnýjuðum keppinsvelli var stuttri athöfn í Stjörnuheimilinu fyrir leikinn. Lokatölur leiksins urðu 3 - 1 fyrir Stjörnunni. Nánari lýsing á gangi leiksins eru á vef Stjörnunnar, www.stjarnan.is

 

Frá vígsluleiknum á endurnýjuðum keppnisvelli 8. maí 2012

Bæjarstjóri heilsar leikmönnum Stjörnunnar áður en leikurinn hefst.