2. apr. 2014

Afmælisár Tónlistarskólans heldur áfram

Nemendur og starfsmenn Tónlistarskóla Garðabæjar halda áfram að halda 50 ára afmæli skólans. Nýjasta uppákoma þeirra var "flash mob" í IKEA
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur og starfsmenn Tónlistarskóla Garðabæjar halda áfram að halda 50 ára afmæli skólans. Nýjasta uppákoma þeirra var "flash mob" í IKEA sem vakti mikla kátínu á meðal viðskiptavina og starfsfólks verslunarinnar. Það voru 18 þverflautunemendur sem komu saman í kaffiteríunni og spiluðu afmælissönginn fyrir viðstadda áður en þeir settu afmælisskiltið á loft og gengu út.

Upptaka af viðburðinum er á Youtube síðu skólans.

Kaffihúsatónleikar Stórsveitarinnar

Næsti viðburður afmælisársins eru vortónleikar Stórsveitar Tónlistarskóla Garðabæjar fimmtudaginn 10. apríl í Kirkjuhvoli. Óvenjumikið verður lagt í tónleikana í tilefni 50 ára afmælisins og flutt lög sem spanna breitt tímabil, allt frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar til dagsins í dag. Með stórsveitinni kemur fram Rebekka Sif Stefánsdóttir söngkona og syngyr tvö lög. Í stórsveitinni eru 17 nemendur Tónlistarskólans á aldrinum 13-23 ára. Stórsveitin hefur, auk þess að spila á vegum Tónlistarskólans, komið fram á Jasshátíð Garðabæjar og tekið þátt í stórsveitamaraþoni Stórsveitar Reykjavíkur.

Tónleikarnir verða í kaffihúsastíl – boðið upp á kaffi, konfekt og safa/sódavatn. 
 
Allir bæjarbúar eru velkomnir á þennan viðburð.