25. apr. 2012

Skemmtileg listadagahátíð

Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ eru enn í fullu fjöri og miðvikudaginn 25. apríl var blásið til Listadagahátíðar á Garðatorgi. Hátt í þúsund leik- og grunnskólabörn í Garðabæ mættu á hátíðina sem var haldin utandyra í graslautinni á Garðatorginu. Góð og mikil stemning var á meðal barnanna sem tóku virkan þátt í dagskránni þennan dag.
  • Séð yfir Garðabæ

Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ eru enn í fullu fjöri og miðvikudaginn 25. apríl var blásið til Listadagahátíðar á Garðatorgi.  Hátt í þúsund leik- og grunnskólabörn í Garðabæ mættu á hátíðina sem var haldin utandyra í graslautinni á Garðatorginu.  Góð og mikil stemning var á meðal barnanna sem tóku virkan þátt í dagskránni þennan dag.

Myndir frá hátíðinni á facebook

 

Frábær lúðrasveit

Lúðrasveit Tónlistarskóla Garðabæjar hóf dagskrána og spilaði nokkur vel valin lög við góðar undirtektir.  Einnig gátu börnin spilað með á eigin hljóðfærum sem voru með í för.  Hljóðfærin voru búin til á sérstökum listasmiðjum á síðustu önn og mikil tilhlökkun að fá að nota þau.  Bæjarstjóri Garðabæjar Gunnar Einarsson bauð alla velkomna og þakkaði börnunum fyrir þeirra framlag við að gera listadagana að því sem þeir eru. Leikarinn Gói sló í gegn í hlutverki kynnis og stjórnaði dagskránni af stakri prýði. 

Söngur, gleði og dans

Nemendur hafa í vetur æft nokkur sönglög sem voru flutt sameiginlega undir stjórn Guðbjartar Kvien tónlistarkennara.  Óhætt er að segja að börnin tóku vel undir og höfðu gaman af.  Í lokin var stigin sannkallaður listadagadans við undirleik Ingós Veðurguðs tónlistarmanns og með dyggri aðstoð dansstúlknanna Nínu Bjargar og Katrínar sem stýrðu dansinum. Margir lögðu síðan leið sína inn á Garðatorgið til að skoða listsýningu leik- og grunnskólabarna og listsýningu Grósku.  Framundan er heilmikil dagskrá í skólum bæjarins og víðar og hér á heimasíðunni má sjá alla dagskrána.

Myndasyrpa frá hátíðinni