12. apr. 2012

Hreinsunarátak að hefjast

Árlegt hreinsunarátak í Garðabæ hefst miðvikudaginn 18. apríl og stendur til 7. maí. Þá tekur við vorhreinsun lóða sem stendur yfir dagana 7. til 11. maí.
  • Séð yfir Garðabæ

Árlegt hreinsunarátak í Garðabæ hefst miðvikudaginn 18. apríl og stendur til 7. maí. Þá tekur við vorhreinsun lóða sem stendur yfir dagana 7. til 11. maí.

Hreinsunarátak

Nú er rétti tíminn til að undirbúa þátttöku í árlegu hreinsunarátaki. Á meðan á átakinu stendur er fólk hvatt til að taka sig saman og hreinsa til í nærumhverfi sínu.

Nágrannar geta tekið sig saman, félagasamtök, íþróttafélög og skólar svo eitthvað sé nefnt. Hóparnir sækja um þátttöku í verkefninu með því að senda póst til umhverfisstjóra Garðabæjar í netfangið: erlabil@gardabaer.is og nefna það svæði sem þeir vilja taka að sér að hreinsa. Hóparnir geta jafnframt sótt um styrk fyrir sitt framlag t.d. til að halda grillveislu í lok góðra verka.

Starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað eftir ruslatínslu á þeim svæðum sem tilkynnt hefur verið um hreinsun á.

Vorhreinsun lóða

Vorhreinsun lóða verður dagana 7.-11. maí. Þá eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa lóðir sínar. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar verða á ferðinni þessa daga og fjarlægja garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.


 

Þátttaka í hreinsunarátaki tilkynnist til umhverfisstjóra Garðabæjar
erlabil@gardabaer.is