3. apr. 2012

Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?

Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ? Svo hljóðaði spurning sem Hildur Ýr Aðalsteinsdóttir sendi Vísindavef Háskóla Íslands á dögunum. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur var fengin til að svara þessari spurningu og birti svarið á Vísindavefnum.
  • Séð yfir Garðabæ

Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?  Svo hljóðaði spurning sem Hildur Ýr Aðalsteinsdóttir sendi Vísindavef Háskóla Íslands á dögunum. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur var fengin til að svara þessari spurningu og birti svarið á Vísindavefnum. 

 

Í svari Ragnheiðar kemur fram að rétt er að gera grein fyrir því að land Garðabæjar er mjög víðfemt og teygir sig meðal annars út á Álftanes og langt inn í Heiðmörk. ,,Fornleifar finnast á öllu þessu svæði og skipta hundruðum. Þær eru mjög fjölbreytilegar og margar afar merkilegar, þær elstu frá því um landnám. Flestar minjanna hafa eingöngu verið kannaðar á yfirborði við fornleifaskráningu en einnig hefur verið grafið á nokkrum stöðum. Stærstu uppgreftirnir hafa verið gerðir á Hofsstöðum við Kirkjulund og í Urriðakoti skammt frá IKEA. Ýmsir athyglisverðir forngripir hafa fundist við þessar rannsóknir, til dæmis fannst bronsnæla frá 10. öld á Hofsstöðum, og snældusnúður með rúnaletri frá 13. öld í Urriðakoti.  Fornleifafundir staðfesta því að hið tiltölulega unga bæjarfélag stendur á gömlum merg". 

 

Hér á Vísindavefnum má sjá svarið í heild sinni þar sem gerð er nánari grein fyrir helstu fornleifum í Garðabæ.