3. apr. 2014

Brynhildur ráðin skólastjóri Garðaskóla

Brynhildur Sigurðardóttur hefur verið ráðin í starf skólastjóra Garðaskóla.
  • Séð yfir Garðabæ

Brynhildur Sigurðardóttur hefur verið ráðin í starf skólastjóra Garðaskóla. 
 
Brynhildur hefur verið aðstoðarskólastjóri Garðaskóla frá 2012 og starfandi skólastjóri frá febrúar 2013. Á þessum tíma hefur hún ýtt af stað breytingum og þróunarstarfi innan Garðaskóla með það að markmiði að gera starf skólans enn betra. Brynhildur hefur stundað margskonar kennslu, ritað fjölmargar greinar og tekið þátt í fjölmörgum þróunarverkefnum í skólastarfi.

Brynhildur hefur kennarapróf B.Ed. masterspróf M.Ed í heimspeki. Hún hefur einnig lokið 60 einingum til doktorsgráðu Ed. D.