23. mar. 2012

Fingramál í Hönnunarsafninu

Sýningin Fingramál var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í vikunni. Fingramál er sýning á verkum sex íslenskra hönnuða sem allir eiga það sameiginlegt að vinna með prjón.
  • Séð yfir Garðabæ

Sýningin Fingramál var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í vikunni.  Fingramál er sýning á verkum sex íslenskra hönnuða sem allir eiga það sameiginlegt að vinna með prjón.

Hönnuðirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki, Hrafnhildur Arnardóttur aka Shoplifter.

Sýningin Fingramál er framlag Hönnunarsafnins á HönnunarMars 2012 og stendur til 20. maí næstkomandi.

Sýningarstjóri er Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.

Á HönnunarMarsinum í ár, kynnir safnið jafnframt samstarfsverkefni þess við Erlu Sólveigu Óskarsdóttur húsgagnahönnuð borðið Góu. Safnið óskaði eftir því við Erlu að hún hannaði létt borð fyrir gesti safnsins sem nota mætti bæði úti og inni.

Frétt á vef Hönnunarsafns Íslands

Sýningarskrá sýningarinnar Fingramáls