9. mar. 2012

Skólakynningar að hefjast

Skólarnir í Garðabæ kynna starf sitt fyrir foreldrum og nýjum nemendum á næstu vikum. Í hverjum skóla verður stutt kynning í húsnæði skólans og gestum sýnt síðan húsnæðið
  • Séð yfir Garðabæ

Allir grunnskólar í Garðabæ bjóða foreldrum og nemendum sem hefja nám í 1. og 8. bekk í haust til kynningar á skólastarfinu. Hver skóli verður með stutta kynningu í húsnæði skólans og er foreldrum síðan boðið að ganga um skólann undir leiðsögn starfsmanna og/eða nemenda. Börnin eru boðin velkomin með.

Innritun hafin

Innritun nemenda í 1. bekk og 8. bekk í grunnskóla í Garðabæ fer fram 8.-25. mars nk. á skrifstofum grunnskólanna kl. 9-15. Einnig er hægt að innrita börnin rafrænt á Mínum Garðabæ.

Innrita þarf öll börn sem fara í 8. bekk í haust

Athygli er vakin á því að innrita þarf öll börn sem hefja nám í 8. bekk í haust en þá stendur valið á milli Garðaskóla og Sjálandsskóla. Allir nemendur þurfa í samráði við forráðamenn að velja hvorn skólann þeir ætla að sækja og innrita þarf nemandann sérstaklega í þann skóla. Það á líka við um nemendur Sjálandsskóla sem flytjast upp á unglingastig í haust.

Val um ólíka skóla

Foreldrar og forráðamenn barna eru hvattir til að nýta sér kynningarfundi í grunnskólunum til að kynna sér starfið sem fram fer í hverjum þeirra fyrir sig, með það í huga hvað henti þeirra barni best. Þótt skólarnir starfi allir samkvæmt sömu aðalnámskrá þá getur aðferðir þeirra, áherslur og nálgun verið ólík.

Einnig er vakin athygli á umfjöllun um skólana í Garðapóstinum sem kom út 8. mars.


Auglýsing um kynningarfundi skólanna.


Auglýsing um innritun í skólana.