9. mar. 2012

Stóðu sig vel í Skólahreysti

Garðaskóli endaði í 3.-4. sæti í sínum riðli í Skólahreysti 2012 og var aðeins hálfu stigi á eftir liðinu í öðru sæti.
  • Séð yfir Garðabæ

Sex manna lið frá Garðaskóla tók þátt í undankeppni Skólahreystis 2012 sem fram fór fyrr í mánuðinum í Smáranum í Kópavogi. Í riðli Garðaskóla tóku þátt lið frá 15 skólum úr Garðabæ, Kópavogi, Álftanesi og Mosfellsbæ.

Í liði Garðaskóla voru þrír drengir og þrjár stúlkur. Allir liðsmenn stóðu sig vel í sínum keppnisgreinum og þegar heildarstigin höfðu verið reiknuð var Garðaskóli í 3. – 4. sæti, aðeins hálfu stigi eftir liði í öðru sæti.

Liðið fékk góðan stuðning frá félögum sínum úr Garðaskóla sem fjölmenntu í Smárann.

Nánar er fjallað um keppnina á vef Garðaskóla.