30. jan. 2012

Blái hnötturinn í Sjálandsskóla

Síðustu þrjár vikur hefur skólastarf í 5.-7.bekk í Sjálandsskóla snúist um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Ákveðið var að setja á svið í skólanum leiksýningu eftir samnefndri sögu.
  • Séð yfir Garðabæ

Síðustu þrjár vikur hefur skólastarf í 5.-7.bekk í Sjálandsskóla snúist um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Ákveðið var að setja á svið í skólanum leiksýningu eftir samnefndri sögu. Stundatöflu nemenda var breytt þannig að hægt væri að vinna við æfingar og undirbúning leiksýningarinnar daglega.

Söngur og dans koma mikið við sögu í sýningunni. Það hefur þó reynt á ýmsa aðra hæfileika nemenda og kennara við undirbúninginn en þeir bjuggu til handrit, söngtexta, leikmynd, búninga, stuttmynd, auglýsingar og allt sem þarf til að gera alvöru leiksýningu. Þá kom höfundur bókarinnar, Andri Snær Magnason, í heimsókn og fræddi nemendur um söguna. Andri Snær heiðraði svo aðstandendur sýningarinnar með því að mæta á frumsýninguna.

Þrjár sýningar voru haldnar þar sem m.a. öllum nemendum í 4.bekk í Garðabæ var boðið. Sýningin tókst vel í alla staði og vakti mikla hrifningu meðal áhorfenda.